Hægt er að fara í bráðatæknanám út um allan heim. Helstu staðir sem íslenskir bráðatæknar hafa farið til er Pittsburgh, Boston, Bretland, Noregur og Pólland. Hér fyrir neðan eru nokkrir skólar sem þekktir eru.
NMETC býður uppá fjarnám til Bráðatæknis. Námið skiptist upp í bóklegt og verklegt.
Bóklegi hlutinn samanstendur af 10 mánuðum sem kenndir eru í fjarnámi tvisvar í viku. Eftir það er farið út í skólann og tekið svokallað BootCamp sem fer yfir öll verkleg skills sem þarf að kunna. Verknámið hefst svo eftir það og er hægt að taka það á þeim tíma sem hentar þó að hámarki 1 ár.
Þeim fjölgar á hverju ári sem velja þessa leið.
Námið í Pittsburgh er staðarnám í rúmt ár þar sem sóttir eru tímar tvisvar í viku með verklegum lotum inná milli ásamt verknámi.